Þetta voru frekar “skrítin” jól… svona miðað við normið hjá mér 🙂
Flakk á aðfangadagskvöld er allavegana ekki venjan hjá mér, en skemmtileg tilbreyting. Leifur kom til okkar og stakk nefinu inn rétt eftir að klukkan hringdi inn jólin. Hjördís systir mömmu var líka hjá okkur þessi jólin.
Við vorum ekki búin að ákveða neitt beint hvernig jólin ættu að vera hjá okkur skötuhjúunum þannig að þessi jól einkenndust af dáliltu flakki 🙂 Leifur var ss hjá okkur fram til rúmlega átta (og náði því að smakka á jólamatseldinni hennar mömmu) fór svo heim til sín í mat þar sem fólkið hans hafði farið í messu og maturinn þar byrjar yfirleitt ekki fyrr en 8 – 8:30 skilst mér.
Ég held að það hafi ekki verið svona margir pakkar undir jólatréinu okkar frá því að ég var lítil… auðvitað breyttist það ekkert að flestir voru til mín *hah* við vorum búin að opna alla pakkana og öll kortin (mamma og pabbi slá alltaf öll met hérna í jólakortum og fá alltaf 80+ kort) sem bárust hingað á Framnesveginn ákvað ég að rúlla inn í Álfheimana og eyða því litla sem eftir var af Aðfangadegi hjá Leifinum mínum og hans fólki. Þau voru rétt að byrja að taka upp jólapakkana þegar ég kom og þar biðu mín ENN fleiri pakkar (þetta fólk er gjafaruglað)… Við vorum í ca 2 klst að opna flóðið í Álfheimunum. Reyndar er reglan sú að einn pakki er opnaður í einu 🙂
Jólin voru rosalega þægileg þrátt fyrir smá þeyting og flakk. Kósíheit á Framnesveginum & í Álfheimunum. Smá skrepp í heimsókn til Afa á Akranes… greinilegt að allir hugsuðu eins því að það var STÓR hópur í heimsókn hjá afa á tímabili (Ég, mamma, pabbi, Hjördís, Braga, Jóhannes, Laufey, Helga Björk, Jón Örn, Jón Þorbergur, Kolla, Sigríður Elín, Kolbeinn Tjörvi & Kolbrún Inga), reyndar ekki allir þessir í einu en samt stór hluti hittist í heimsókn hjá afa 🙂
Það er bara eitt sem er alveg á hreinu eftir Aðfangadag… og það er að mér á ekki að verða kalt árið 2005!
Ég fékk nefnilega ofsalega hlý og fín náttföt/”heimaföt”, dún sokka/innskó og stórt og fínt ullarteppi.. hint frá einhverjum ?
Takk allir sem sendu mér jólakveðjur í commentakerfinu 🙂
og takk allir sem gáfu mér gjafir 🙂