myndir frá 182 – 184/365
Fyrsti leikur á N1 mótinu á Akureyri settur!
Oliver spilaði 1 leik á fyrsta degi með liðinu sínu í Enskudeildinni.
Liðið fékk svo frjálsan tíma það sem eftir var dags og skelltu sér m.a. í sund og svo átti hópurinn bíótíma seinnipartinn en í ár fengu þeir mun henntugri mynd fyrir hópinn en í fyrra eða MIB 😉
Það var annsi blautt í dag en sem betur fer þá voru drengirnir ekki mjög mikið í tæklingum og annarskonar byltum.
Við tókum samt til okkar treyjur strákanna í þvott svo að þeir gætu þá spilað í semi hreinum flíkum á morgun en í dag spiluðu þeir 4 leiki og voru annsi þreyttir í lok dagsins.
Síðasti leikurinn var svo við FHinga á viðbjóðslega blautum og miklum drulluvelli en sem betur fer þá eiga drengirnir okkar varabúninga og spiluðu því bláir þann leik sem þeir enduðu á að sigra og voru því í
Áfram hélt fótboltafjörið hjá drengjunum á föstudeginum en þeim gekk rosalega vel í þeim leikjum sem komnir eru.
Í dag var sjónvarpsleikur en því miður fór hann ekki vel fyrir okkar stráka. Markmaðurinn okkar átti stórleik og var kjörinn maður leiksins af strákunum sem lýstu leiknum.
Í kvöld var svo heilmikil gleði í Höllinni en þar var haldið lokahóf mótsins þó síðustu leikir séu ekki fyrr en á morgun. Gunni Helga, Siggi Gunnars útvarpsmaður, Hr Hnetusmjör og Emmsjé Gauti sáu um kynningar og skemmtiatriði kvöldsins.
Strákarnir okkar luku svo leik í dag, laugardag með sigri í vító á móti KR og enduðu í 7.sæti Ensku deildarinnar.
Það var því þreyttur en glaður drengur sem lagðist til hvílu í Skraðshlíðinni eftir velheppnað mót.
Frábært lið og ekki síðra að fá að fylgja þeim með frábærum og samhenntum foreldrahópi <3