Ég var að spá í að taka saman smá svona yfirlit yfir árið… það ætti ekki að vera svo rosalega mikið mál… t.d. þá hef ég þetta blogg mitt til þess að líta yfir árið þó svo að ég deili nú ekki alveg öllu með umheiminum..
látum okkur nú sjá…
ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja og vil ekki heldur hafa þetta of langt… kemst víst ekki hjá því enda um 12 mánuði að ræða*hmmm*
1. ég og Leifur byrjuðum saman í janúar
2. Fórum í bíltúr á Snæfellsnesið…
3. það var yndislegt
4. enduðum heima hjá Afa & Hjördísi
5. pabbi átti afmæli í mars
6. Lilja vinkona eignast dreng 9. apríl
7. hann fékk nafnið Brynjar Óli 8. ágúst
8. fór í 3 fermingarveislur í apríl
9. og eina jarðaför
10. mætti of seint í 2 fermingarveislur
11. fyrst afþví að ég var í leikhúsi
12. svo afþví að mig langaði svoooo að heimsækja Lilju & drenginn á fæðingardeildina
13. slatti af leikhúsferðum yfir árið, Grease, Hárið, Brúðkaup Figarós, Rokkið Lifir, Lína Langsokkur, Dýrin í Hálsaskógi og fl
14. Fór í heimsókn til Sigló (Sirrý & Ása) um Hvítasunnuna ásamt Leifi
15. við tjölduðum fyrstu nóttina einhverstaðar út í sveit því að við nenntum ekki að keyra lengra
16. mamma átti afmæli 2 júní
17. Olli afi þann 10. júní
18. Fanney vinkona eignaðist stelpu þann 11 júní
19. Leifur átti afmæli 13 júní
20. varð 25
21. það var mexíkó veisla í afmælinu
22. við fórum á tónleika með Kris Kristofferson
23. það var gaman
24. dáldið spes – samt rosalega gaman
25. Fórum líka á Deep Purple tónleika
26. þeir voru líka skemmtilegir
27. Fór í Sumarbústaðarferð með fjölsk Leifs
28. vorum bara 1 nótt
29. næsta dag var farið í bæjinn og náð í Iðunni
30. svo mætt á Laugarvatn í örútilegu með vinum Leifs
31. það var gaman!
32. held að hver sek hafi verið mynduð…
33. enda flestir með myndavélar
34. Ása átti afmæli 19 júlí
35. Fanney skírði dóttur sína Alexíu Rán þann 24 júlí
36. Fór í fyrsta skipti upp á hálendi íslands í júlí
37. þökk sé Leifi mínum
38. tókum Jönu, Jökul & Ingu með
39. fórum upp á Kjöl,
40. skoðuðum Hveravelli
41. og Kerlingafjöll
42. fór til Spánar með Iðunni í 2vikur
43. það var gaman
44. fórum í 2 ferðir á vegum ferðaskrifstofunnar
45. fyrst til Gíbraltar
46. svo til Marakkó
47. í millitíðinni fórum við sjálfar í ferð til Granada
48. Þetta voru frábærar 2 vikur
49. ég átti afmæli á meðan ég var úti
50. það var dáldið skrítið
51. að eyða afmælisdeginum á sólbekk í útlöndum.
52. Ég var ekki í mat heima hjá mér fyrsta kvöldið á klakanum
53. fór út að borða með fjölsk. Leifs í tilefni af afmæli ömmu hans
54. hún varð 80ára (minnir mig) þann 11. ágúst
55. Sirrý átti afmæli 13 ágúst
56. Leifur var í prófum
57. náði sumum
58. öðru ekki – shit happens
59. Kalli Valli dó 1 september
60. fyrstu helgina í september var stefnan tekin á Kárahnjúka
61. við vorum 4 sem fórum
62. Ég, Leifur, Sverrir & Gísli
63. þeir kynntu mig fyrir nýrri tónlistarstefnu
64. Johnny Cash og félögum
65. það var ekkert annað spilað þá helgi
66. við gistum fyrstu nóttina hjá Láru Maríu frænku og fjölsk
67. þau búa á Tjörn
68. sem er rétt hjá Höfn í Hornafirði
69. á laugardeginum náðum við að keyra upp á Káranhnjúkasvæðið
70. fórum í LANGAN göngutúr
71. stálumst aðeins inn á svæðið
72. tjölduðum við veg
73. vorum vakin af jarmandi rollum
74. keyrðum restina af hringveginum á sunnudeginum
75. þetta var gaman
76. svakalega gaman
77. næstu helgi fórum við í jarðaför
78. það var ekki eins gaman…
79. Fannar frændi átti afmæli 25 sept
80. hann hélt upp á árin 30 með svaka veislu
81. það var gaman
82. fullt af fólki
83. Urður vinkona átti afmæli 1.okt.
84. líka Jón frændi
85. fyrstu helgin í október fórum við L í sumarbústað
86. bara tvö ein
87. það var yndislegt
88. ljúft að vera bara 2 ein í sveitinni
89. ég keypti mér lén
90. það á víst einkarvel við mig
91. Kjánaprik.is
92. er víst algert kjánaprik
93. Lilja vinkona átti afmæli 16.okt.
94. Mundi gaf mér aðgang að myndasvæði hjá sér
95. ég er búin að vera pínu dugleg að senda myndir þangað
96. 25.október varð litla frænka mín 1 árs
97. hún heitir Eir
98. er algert krútt
99. Iðunn vinkona varð verulega lasin
100. var frá vinnu í hátt í mánuð
101. “flutti” norður í 2 vikur
102. það var dáldið skrítið
103. engin Iðunn á MSN when ever I needed her
104. Hún átti afmæli 28. október
105. ég ætlaði að gefa henni snilldar bók
106. sem ég fann svo hvergi til sölu
107. ég kaupi hana kannski seinna ef ég finn hana
108. sá þessa bók hjá Ingu & Jökli
109. Leifur fékk áskorun frá pabba
110. hann átti að hætta að raka sig
111. í rúman mánuð!
112. og lita skeggið svo hvítt
113. þá væri hann alveg eins og ekta jólasveinn
114. *neitakk*
115. Leifur gaf mér blóm í tilefni þess að ár var liðið frá því að við kynntumst
116. hann er voða sætur strákur
117. Liv Åse eignaðist dreng þann 21 nóv
118. stóran dreng
119. 19 merkur og 57 cm!!!
120. mig dreymdi hana 2x á stuttum tíma
121. í fyrra skiptið dreymdi mig að drengurinn hefði dáið
122. í seinna skiptið dreymdi mig nafn drengsins
123. nafnið var ekki rétt
124. ég hitti Iðunni & Lindu 2x um aðventuna til þess að stússast eitthvað
125. fyrst vorum við að föndra
126. Iðunn bjó til aðventuskreytingu
127. Linda bjó til greniskreytingu
128. ég bjó til nokkur jólakort
129. í seinna skiptið bjuggum við til Konfekt
130. held að við höfum allar fengið súkkulaði ógeð á því
131. það var samt svaka gott
132. Liv Åse skírði strákinn sinn 11.desember
133. hann fékk nafnið Kristinn Haukur
134. drengurinn er ekkert smá sætur
135. ég fór á minn fyrsta Zonta fund
136. það var Jólafundur
137. mamma hans Leifs er í Zonta
138. bauð mér, Evu Mjöll, Sigurborgu, Sigurborgu & Guðrúnu með sér
139. ég vann í happadrættinu
140. 2 jólakerti
141. Braga frænka átti afmæli 4 des
142. hún varð þrítug eins og Fannar frændi
143. hún bauð fjölskyldunni í smá “partý” á afmælisdaginn sinn
144. svaka fínt
145. góður matur *namminamm*
146. Ég & Leifur fórum á jólahlaðborð með vinnunni minni
147. það var öðruvísi í ár
148. haldið í heimahúsi
149. en samt alveg ofsalega gott
150. sáum eldinn í JL húsinu á leiðinni heim
151. rosalega svartur reykur
152. allt ónýtt í nóatúni
153. skrítið
154. Ég fór í laufabrauðsútskurð hjá fjölsk hans Leifs
155. dáldið skrítið
156. hafði ekki skorið laufabrauð í MÖRG ár
157. held ég hafi verið 12 ára síðast..
158. hjá Ömmu Helgu
159. það var ágætt
160. mamma og pabbi áttu 26 ára brúðkaupsafmæli 16 des
161. ég átti 25 ára skírnarafmæli sama dag
162. Við Leifur sendum út fyndin (mér finnst þau fyndin) jólakort til vina okkar
163. með myndum af okkur
164. bara upp á húmorinn
165. Afi var lagður inn á spítala
166. hann var þar yfir jólin
167. er þar enn
168. ekki alveg vitað hvað er að honum
169. hann er samt allur að hressast
170. Hafrún frænka útskrifaðist úr fjölbraut þann 18des
180. Rebekka skvís útskrifaðist úr Borgó sama dag
181. ég fór í veislur/partý til þeirra beggja
182. það var gaman
183. Það var brotist inn í vinnuna mína
184. aðfararnótt Þorláks
185. Tölvunni minni var stolið
186. og peningakassanum
187. fengum hann aftur
188. tölvuna sennilega aldrei!
189. og ég sem átti alltof mikið af gögnum þar inni
190. sérstaklega myndum
191. djö!
192. Jólin komu
193. Leifur kom til mín rétt eftir að klukkan hringdi inn jólin
194. var hjá okkur til rúmlega 8
195. fór svo heim til sín..
196. ég fór til hans þegar við vorum búin með allt hérna
197. ég fékk hrúgu af pökkum á báðum stöðum
198. þetta voru/eru yndisleg jól
199. Ég þurfti bara að vinna 1/2 daginn vikuna eftir jól
200. það var notalegt
201. nema ég varð veik
202. þrælaði mér út veikri í 2 daga í vinnu
203. gafst upp 3ja daginn enda með 39 stiga hita
204. ekki sniðugt
205. fór samt út að borða með æskuvinunum
206. það var æðislegt!
207. gott að eiga góða vini
208. missti af spilakvöldi í gær
209. það verður bara að bíða þar til á næsta ári
210. ég er alveg að verða búin með þennan lista
211. við fengum bæði gefins fargjald til útlanda
212. ætlum að fara saman til London núna í janúar
213. er strax farið að hlakka verulega til
214. Ég ætla að vera hjá Leifi mínum í kvöld
215. fer með honum í matarboð á eftir
216. það verður skrítið að vera ekki hjá ma&pa
217. ég verð samt þæg og góð og fer ekkert út á skrallið
218. er enn með smá hita og ljótan hósta
219. Ég held að þetta sé komið núna…
úff ætli einhver nenni að lesa þetta *hehe*
Allavegana ég óska öllum gleðilegs árs og kærar þakkir fyrir allt það gamla!!!