Oliver er búinn að vera að vinna að því í allan vetur að komast inn á Aldursflokkameistaramót Íslands sem haldið er 1x á ári og þörf á að vinna sér inn rétt til þess að keppa á mótinu.
Hann er nokkrumsinnum búinn að vera skammarlega nálægt takmarkinu en það tókst á örlitlu lágmarkamóti sem haldið var í Laugardalnum í lok Maí. En þar náði hann fínum tíma í 400m skriðsundi en var bara örfáum sek brotum frá því að ná einnig lágmarki í 100m baksundi. Það kom þó ekki að sök í þetta sinn þar sem hann náði 1 lágmarki og það þýddi þá rétt til að keppa í 3 greinum auk boðsundsgreina.
Hans greinar voru því:
- 400m skriðsund
- 200m skriðsund
- 100m baksund
- 100m fjórsund – boðsundssveit, skriðsundshluti (keppti með 13-14 ára)
- 100m skriðsund – boðsundssveit (keppti með 13-14 ára)
- 50m skriðsund – 10 manna boðsundssveit
Oliver stóð sig með prýði í sínum sundum, hefur átt betri sund í sumum en öðrum bætti hann sig. Í sínum greinum var hann í 9-11 sæti sem er nokkuð gott 🙂
Sundfélagið hans hefur skroppið svolítið saman en það var rétt rúmlega 20 manna hópur sem hafði unnið sér inn þátttökurétt á AMÍ í Keflavík og gistu þau saman í Myllubakkaskóla. Mjög skemmtileg stemning skapaðist innan hópsins sem spannaði hressa krakka á aldrinum 11 til 17 ára.
Þegar allir höfðu synt var lokahóf á Stapa þar sem ó svo þreyttr krakkar skemmtu sér fram á kvöld en það var annsi þreyttur hópur sem fékk far með okkur til Reykjavíkur eftir mótið … fullur bíll af hálfsofandi “pree teen” eftir strembið mót.