Þegar pabbi fór til Ástu frænku í Texas fyrir möööörgum árum kom hann heim með teppi sem hefur verið mikið notað, man ekki hvernig það var en heima hjá foreldrum mínum eru til 4-5 stk af þessum teppum með mismunandi ríkjandi lit.
Ég fór í fyrsta sinn ein til hennar sumarið eftir 10.bekk eða í júní 1995, mamma, pabbi og Hjördís frænka komu svo til okkar stuttu eftir versló og fórum við saman heim í lok ágúst.
Á meðan þau voru fórum við í dagsferð í landamærabæ sem heitir Laredo og er á landamærum USA og Mexíco. Þar var ég staðráðin í að kaupa mér mitt eigið svona teppi og helst stærra en þau sem til voru heima og fyrir valinu varð þetta.
Þykir svo vænt um þetta teppi… fjölskyldan “slæst” um að fá að hafa það í sófakúri.