Fyrir tæpu ári síðan var þessi tekin en þá hélt hann einn til Akureyrar með hópi af Ægissundgörpum til þess að taka þátt í AMÍ 2018 (aldursflokkameistaramót ísl) en þá sem viðbót í boðsundssveit sveina þar sem hann hafði ekki unnið sér inn rétt til að keppa í einstaklingsgreinum.
Eftir þrotlausar æfingar í allan vetur tókst ætlunarverkið í dag, LOKSINS kom lágmarkstími í hús (og reyndar 7 sek betur) – hann hafði bætt 400m skriðsundstímann sinn siðastliðinn laugardag um hátt í 30 sek frá því í byrjun febrúar en hann vantaði enn 6 sek uppá að komast inn á AMÍ…
Í dag tók drengurinn sig til á litlu lágmarkamóti í Laugardalnum og bætti tímann enn frekar og landaði þar með draumnum um að keppa á AMÍ 2019.