margföld veisluhöld framundan.
Á morgun er formleg útskrift hjá Sigurborgu Ástu úr leikskólanum en hún verður þar áfram næstu 6 vikurnar eða svo 😉 Hjá Ásu Júlíu er foreldrum boðið á “upplestrar og uppskeruhátíð” í fyrramálið.
Á báðum stöðum verður svokallað “Pálínuboð” en þá koma allir með eitthvað smá á hlaðborð.
Verð að viðurkenna að ég hef ekki haft neitt svakalegan tíma til þess að standa í einhverjum undirbúningi varðandi þetta en átti til það sem þurfti til þess að græja svona tortillabita. Ekki það að það þarf ekki margt annað en rjómaost, papríku, skinku og vorlauk/graslauk og auðvitað tortillakökurnar 🙂
Ég setti inn einhverntíman fyrir löngu á uppskriftahlutann hlutföll fyrir þessa bita en þetta er ekkert heilagt samt 🙂
Hana má finna hér