Ég er farin að fá eina spurningu annsi oft upp á síðkastið… og það er alltaf sama svarið…
sp:
Hvað viltu í jólagjöf ?
ég:
uhh ég veit það ekki
Málið er reyndar að það sem mig langar að eignast er nokkuð sem ég þarf sjálf að hafa fyrir… glætan að ég fari að biðja einhvern um íbúð í jólagjöf *hahah*
Eins og staðan er hjá mér í dag þá vantar mig ekkert…
Það eru reyndar engin jól nema ég fái bók í jólagjöf! og hananúh!
Annars þá er ég sjálf búin að kaupa 1stk jólagjöf handa múttu minni (gerði það reyndar í flugvélinni á leiðinni heim frá Spáni), búin að fá hugmyndir að jólagjöfum handa Sirrý, Lilju & Iðunni… er að melta nokkur atriði fyrir Leif… og á í stökustu vandræðum með Pabba gamla eins og venjulega! þetta eru þessar “hefðbundnu” jólagjafir geri ég ráð fyrir… hef reyndar ekki hugmynd um jólahefðir hjá familíunni hans Leifs þannig að óboj ef þau bætast öll við (óboj = hugmyndasnauð)