Ég er að dunda mér við að græja 1stk Sumarrós – hægagangurinn í mér með þessa peysu er samt þannig að ég er hrædd um að Ása verði orðin of stór í hana þegar hún loksins klárast…
Veit ekki hvað það er … kannski tilbreytingaleysið í búknum enda bara slétt prjón… er samt búin að prjóna ermarnar, hún er svo náttrúlega prjónuð frá hálsmáli og niður þannig að það er ekkert nema bara slétt prjón niðrað stroffi.
Garnið er dásamlega mjúkt – Sky frá drops, þarf eiginlega að finna mér peysu til að prjóna úr þessu garni – svo girnilegt!
Well ef hún reynist of lítil á Ásu þá verð ég bara að prjóna nýja á hana og eiga þessa til góða fyrir Sigurborgu Ástu eða hreinlega að ath hvort Ingibjörg geti notað hana næsta vetur 😉