hvað maður er duglegur við það að labba eins og spítukall þegar minnsta hálka kemur…
Ég fór sko heim í hádeginu til þess að láta bestu mömmu í heimi hafa bílinn minn svo að hún gæti gert mér huge greiða… jámm það er nefnilega að láta skipta um “skó” á litla græn… og labbaði svo aftur í vinnuna (já ég veit ég er alveg í göngufæri við vinnuna þannig að ég þarf engan bíl… bara of þægilegt). Besta mamma í heimi ætlar svo að reyna að vera búin að láta skipta um “skó” áður en prinsessan á bauninni kemur heim úr vinnunni sinni.
Aníhú á kraftgöngunni minni aftur í vinnuna (var sko pínu sein) þá voru auðvitað þónokkrir svellbunkar á leið minni og auðvitað byrjar maður að labba eins og spítukarl til þess að þykjast hafa vald á hálkunni (sure that can and does happen).. mér tókst allavegana að labba hingað án þess að fljúga á hausinn en annað mál er með stelpuna sem fór út úr bílnum beint fyrir framan hurðina hérna á Seljaveginum… henni tókst að renna fyrir utan bílinn og lika beint fyrir utan hurðina… spurning um að fara út að salta… eða hún að sleppa því að mæta á fínu pinnahælunum í vinnuna þegar svona veður er úti *glott*