án gríns hversvegna er fólk hissa á því að það sé farið að vera kalt úti og byrjað að frysta ?
Ég er búin að lenda í þónokkrum samtölum síðustu ca vikuna þar sem fólk er hissa á því að það skuli vera farið að frysta og verða kalt úti… ég er ekki alveg að skilja þetta kvörtunarprósess hjá fólkinu… enda er mitt svar alltaf hið sama já en það er kominnn nóvember… *heh* mér þykir það allavegana bara eðlilegt að það sé farið að frysta svolítið og snjókornin farin að tínast niður… hefði alveg verið til í að vera hjá Sirrý um daginn þegar jólasnjókoman var á Sigló
æj mér finnst líka allt í lagi að það sé komið smá teppi yfir borgina/landið… hvítt og fallegt. Það er líka enn betri afsökun fyrir því að vera heima, drekka SwissMiss og horfa á eitthvað af því sem er álitlegt í sjónvarpinu, föndra og svo framvegis… ( og láta sig hlakka til þegar Bridget Jones’s diary verður frumsýnd *jeij* )
Jamm ég samþykki snjóinn fyrst ég er komin á vetrardekk *hahahaha*