Ég fór með krakkana í Páskabingó á vegum SFR/Sameyki í dag. Þau voru oft búin að spurja mig síðustu vikur hvort það yrði ekki aftur í ár og hvort við myndum ekki fara þannig að annað var eiginlega ekki hægt 🙂
Ása Júlía og Oliver voru alveg á því að við skyldum sko EKKI sitja frammi á gangi líkt og í fyrra og voru því fljót að næla sér í borð inni í sal og ekki bara hvar sem er heldur alveg við bingóstjórann!
Stelpurnar skráðu sig í brandarapottinn og voru þær báðar drengar út! Ása Júlía var ekki lengi að bjóða sig fram í að aðstoða Sigurborgu Ástu í upplestur brandarans og stóðu þær systur sig með prýði og í raun kom Sigurborg Ásta mér mjög á óvart að fara upp á svið með Ásu í þeim tilgangi að lesa brandara þó hún hafi að sjálfsögðu mátt sleppa því að hvísla 😉
Systurnar voru báðar leystar út með eggjum frá Nóa Siríus.
Oliver hafði ekki hinn minnsta áhuga á því að taka þátt í brandaraupplestrinum en var meira áhugasamur í bingóspilinu sjálfur þó svo að áhuginn hafi ekki borið egg á borðið í hans tilfelli. Ása Júlía var sú eina sem fékk bingó og nældi sér í Rís egg 🙂