já ég ætla að tala um snjóinn einu sinni enn…
Við skötuhjúin fórum út í göngutúr í gærkveldi í nýföllnum snjónum… ég er alltaf eins og smákrakki þegar svona skemmtilegur snjór kemur *jeij* ekta snjór til þess að fara í snjókast, búa til snjókalla og snjóhús… samt merkilega lítið af krökkum úti *heh* verst að ég var enganvegin klædd til þess að gera neitt þessháttar bara í venjulegum fötum, ekkert sem heitir kuldagalli eða neitt þessháttar… langaði líka að búa til snjóengla en neeeeeeeeeeeeeeiiiiiiii.. sko það er alveg á hreinu að ég myndi fara út með krakka í dag (ef ég ætti eitt slíkt) að búa til snjóhús/snjókalla/snjóengla út í garði *jeppsípeppsí* alveg á hreinu!
Ég var voðalega ánægð í gærdag að ég skyldi sko ekkert vera á neinni hraðferð þannig að það var ekkert mál að eyða 10 mín í að keyra framhjá þjóðminjasafninu *heh* það var ekki séns á að komast inn í hringtorgið.. allir svo skíthræddir um að næsti bíll væri á sumardekkjum, bara fyndið…
Við vorum einmitt að ræða snjómál í gær ég og MI sjúkraþjálfari… þ.e. áður en það byrjaði að snjóa.. vorum sko báðar eiginlega á því að það væri bara fínt að hafa snjó það sem eftir er nóvember mánaðar, en samt ekki leiðinlegan snjó (leiðinlegur snjór = slydda, krap og hálka) helst smá snjófall á hverjum degi svo að við getum fengið að hafa fallegan hvítan snjó á hverjum degi svo í kringum mánaðarmótin þá má snjórinn fara alveg í einum rykk (bara rigna vel niður) og haldast snjólaust fram til svona 18 desember eða svo og þá má byrja að snjóa aftur… svona eins og í gær barasta… og sá snjór má haldast fram yfir jólin