Alveg frá því að ég útbjó ársbókina hans Olivers þarna 2008 þá var ég staðráðin í að gera “árbækur” … já ok við höfum gert bækur um ameríkuferðina okkar, sem og París & London… dvölina í Danaveldi og brúðkaupið okkar en árbækurnar hafa setið annsi vel á hakanum.
Hef byrjað nokkrum sinnum að fara í gegnum myndirnar til þess að grisja. Sumu er hægt að henda strax út eins og af handavinnu og e-ð þannig, hef ekki mikinn áhuga á að geyma það í fjölskyldualbúminu en hinsvegar hef ég mjög gaman af því að eiga þær myndir til.
Ég var ss að vinna í bók fyrir fyrsta sambandsárið okkar eða frá 2004 og alveg þar til við fluttum út í ágúst 2005. Eða þannig var upphafsplanið. Ákvað svo bara að taka opnur fyrir hvern mánuð eftir að við fluttum til DK og klára þannig árið 2005 eða sko það er planið! ég er búin með kveðjupartýið okkar og er svo stopp… Við tókum svo óheyrilega mikið magn af myndum þarna í Danmörkinni, meðal annars vegna þess að við vorum að senda myndir heim til að róa foreldrana 😉 við vorum ekki í niðurnýddum hjalli eða sofandi á gólfinu 😉 og hverfið okkar var alveg dásamlegt!
Er sumsé komin langleiðina með þessa bók! LOKSINS ekki nema 15 ár frá fyrstu myndunum 😉
Þetta mun hafast – vonandi fyrir páska 😉