Oliver fann 3 spíraða steina í eplinu sínu og ákváðum við prufa að sjá hvað gerðiat ef við settum þá í mold…
Þetta er ferill eins þeirra frá 23 mars til 31 mars 2019. Stóru myndirnar eru frá 23 og 31 mars 😉
Það er lúmskt gaman að fylgjast með þessu og að mínu mati eru þeir að vaxa nokkuð hratt. Skv google þá er lítil von á því að epli mæti á svæðið eftir einhver ár ef okkur tekst að halda lífi í þeim en kröftugir eru þeir enn sem komið er.
Yfirlitsmynd póstsins er svo tekin 5. apríl.
Í dag er stæðsta spíran farin að ýta á plastið sem er yfir glasinu þannig að það er augljóslega komin þörf á að fara að setja þessi litlu grey í alvöru potta 🙂