Ég fór í matarboð á föstudaginn til hennar Jönu, daman var að halda upp á afmælið sitt (til hamingju með daginn um daginn Jana), mikið gúmmelaði þar á bæ… heitir réttir, sykursjokkskaka sem var algert nammi namm og margt fleira á boðstólunum hjá henni… ekki má gleyma góða fólkinu sem var þar Takk fyrir mig góða fólk.
Í gærkveldi var okkur skötuhjúunum ásamt Hr og Hr Davíð aka Kransi boðið í mat til Skiptimiðanna í háskólanum. Þvílíkt magn af mat.. úff ég er enþá södd eftir það… við vorum í heildina um 20 einstaklingar sem mættu þarna… Skiptimiðarnir voru frá Spáni, Þýskalandi, Noregi og Svíþjóð (well þetta voru allavegna þjóðernin sem ég náði að átta mig á). Þau buðu upp á einhverskonar karrínúðlusúpukássu með rækjum í forrétt sem var alveg rosalega góð, ég var eigninlega orðin alveg pakk södd eftir þessa skál sem ég fékk og varð hálf undrandi yfir því hve margir fóru og fengu sér ábót svo í aðalrétt voru þau með svakalega gott Lasanja sem var mjög ríflega skammtað… eða kannski fannst mér það bara þar sem ég var enþá svo södd eftir karrínúðlusúpukássuna… en ég varð alveg jafn hissa þegar sama fólkið fór og fékk sér ábót af lasanjanu!! Svo var alveg dásamleg Norsk kaka í eftirrétt.
úff ég er allavegana enn á meltunni *heheh*
Þetta var alveg snilldarkvöld, takk fyrir mig skiptimiðar