Þennan kall útbjó Ása Júlía í smíði í vikunni. Oliver gerði svipaðan kall þegar hann var í 4bekk en var ekkert að hafa fyrir því að græja nein smáatriði líkt og Ása Júlía.
Hár, gleraugu og bók með “texta” og titli. Að sjálfsögðu kom enginn annar titill til greina en “Harry Potter” – Eins ánægð og ég er með það að daman skuli vera búin að uppgötva gleðina í því að lesa sér til ánægju og yndisauka þá væri ágætt ef hún væri til í að lesa eitthvað annað en HP þar sem hún er komin í umferð 2 á 10 mánuðum og er að verða búin með seríuna í annað sinn…