Kalli frændi gaf Sigurborgu Ástu föndurbók í afmælisgjöf í haust. Við ákváðum að geyma hana aðeins þar sem við töldum hana ekki hafa aaaaaalveg nægan þroska en drifum hana fram í veikindum síðustu daga.
Sigurborg óskaði eftir því að ég tæki upp eitt fiðrildi og svo maríubjöllu, þ.e. ég notaði svartan lit úr kittinu til þess að draga upp myndirnar á plast sem fylgdi með og svo þurfti að láta það þorna aðeins áður en litunum var bætt við listaverkið.
Herlegheitin þurfa svo að þorna í amk 24klst áður en þeim er komið fyrir á sinn stað 🙂
Henni þótti þetta stórskemmtilegt og bíður spennt eftir að verkið fái að njóta sín á gluggunum.