Við skelltum okkur í smá göngutúr í dag eftir strandlengjunni í Garðabænum. Aðeins að viðra lasarusana okkar.. en Ása Júlía er búin að vera veik frá því á þri en er öll að hressast, Oliver var hálf slappur í gær en eitthvað betri í dag.
Við fórum meðal annars niður í fjöruna og fundum þar fullt af bláskel sem var enn lokuð og fórum að tala um það við krakkana að inn í þeim væri fiskur sem héti kræklingur og mörgum þætti alveg ofsalega góður – persónulega hef ég aldrei smakkað krækling þannig að ég get ekki sagt til um hvort hann sé góður eða ekki…
Ása og Sigurborg nutu sín í fjörunni að tína upp allskonar kuðunga og bláskeljar í ýmsum stærðarflokkum.