Við vorum að ræða orð eða orðastaðgengla um daginn við krakkana… þ.e. hvað þau sögðu með eigin orðum í stað réttra þegar þau voru smábörn.
- Oliver talaði um Mimma í stað bíla.
- Ása Júlía talaði um Hoppulín í stað Trampolíns og kallaði lengi vel Brokkolí Trampolín.
- Sigurborg Ásta bauð öllum “Nótt nótt” fyrir nóttina í stað þess að bjóða Góða nótt.
Á vissan hátt saknar maður þessara orða þegar þau eldast og fara að nota rétt orð eða orðasambönd.
Oliver átti líka Grrrrrrrrruslabíla og hoppaði í Grrrrrrullupollum 😉