Ég heyrði dáldið sérkennilegt lýsingarorð í gær og er eiginlega búin að vera að melta það dáldið…
Kærastalegar/kærustulegar gjafir
Hvernig gjafir eru það ?
Persónulega reyni ég að finna gjöf handa einstaklingi, sama hvort það er kærasti/vinur/vinkona/ættingi/whatever sem hentar hverjum og einum einstaklingi fyrir sig… oftar en ekki reyni ég að fylgjast með því hvort viðkomandi einstaklingur nefni það e-n tíma hvort honum/henni langi í eitthvað sérstakt… sbr ég gaf Leifi stærra minniskort í myndavélina sína þegar hann varð 25 – veit ekki hvort það myndi kallast kærustuleg afmælisgjöf en ég veit að honum langaði virkilega í stærra kort í myndavélina. Ég er einnig búin að kaupa jólagjöfina hans í ár og ég efast stórlega um að hún sé kærustuleg… hef heyrt hann nefna að hann langi í svoleiðis, þar af leiðandi lá það beint við að kaupa svoleiðis
Spurning hvort maður gefi Iðunni ekki bara pönnukökupönnu við tækifæri.. veit að hana langar í svoleiðis
Spurning hvort maður gefi Iðunni ekki bara pönnukökupönnu við tækifæri.. veit að hana langar í svoleiðis
Ég allavegana veit ekki almennilega hvað þetta orð þýðir…