LOKSINS fer ég í að ganga frá þessari – ég prjónaði hana á Sigurborgu fyrir ári síðan en þar sem hún varð alltof stór á hana (nei ég nennti ekki að gera prjónfestuprufu og gerði mér ekki grein fyrir því hversu fast hönnuðurinn prjónaði).
Peysan heitir Rún og er prjónuð úr Smart garni frá Sandnes. Sýnist á öllu sem hún verði fullkomin skólapeysa á Sigurborgu í haust.
Hún átti að vera prjónuð fram og til baka en stundum þá barasta bara nenni ég því ekki 😛 bætti við nokkrum lykkjum fyrir miðju að framan og eins og sést á þessari mynd þá saumaði ég bara niður eftir þeim líkt og gert er þegar maður opnar Lopapeysu.
Ég hafði keypt þessar hjartatölur úr kókus fyrir nokkru og þær pössuðu líka svona svakalega fínt á peysuna.
Á hinsvegar alveg eftir að fá að taka myndir af Sigurborgu í peysunni en svosem kemur það líklegast ekki fyrr en í haust því hún er enn aðeins of stór á hana.