Ása Júlía var alla helgina á kóramóti á Akranesi – eða Landsmót barna- og unglingakóra á Akranesi Tkí/KórÍs. Hún skemmti sér konunglega þar og naut sín alveg í botn!
Reyndar þá er þetta fyrir 5.bekk og upp en þar sem þær eru svo kröftugar stelpurnar í 4.bekk þá fengu þær að fara með.
Krakkarnir gistu í Grundarskóla en við þekkjum hann vel frá Akranesleikamótunum í Sundinu hjá Olla 🙂
Þau voru í Smiðjum þar sem þau lærðu ný lög, skelltu sér í sund og svo var skemmtilkvöld í gærkvöldi þar sem m.a. Tara Moibe kom fram og þvílík gleði hjá Ásu Júlíu þar 🙂
Við Oliver skelltum okkur svo á tónleika í dag þar sem kórarnir komu saman og sungu lögin sem þau eru búin að vera að æfa og læra um helgina – m.a. nýtt verk eftir Elínu Gunnlaugsdóttur sem heitir Fögnuður.
Tónleikarnir voru mjög vel heppnaðir og rosalega gaman að hlusta á 250barna kór syngja saman
Kom mér virkilega á óvart hvað ég rakst á marga foreldra sem ég þekki og úr ólíkum áttum – dásamlegt hvað barnakórar eru greinilega lifandi og til staðar á mörgum stöðum.
P