Ég fékk gefins fyrir rúmu ári silfurkaffihnífaparasett (kökugafla, skeiðar og snittuhnífa) frá frændum mínum. Þetta hafði tilheyrt arfi sem móðir/kona þeirra hafði fengið eftir foreldra sína. Með öðrum orðum mjög gamalt sett sem er frá Georg Jensen.
Gömlu hjónin höfðu víst átt den hele ting fyrir bæði mat og kaffi fyrir 12 manns, en einhverra hluta vegna þá hafði settinu verið skipt upp eftir því hvort um var að ræða kaffi eða mataráhöld og látið fara þannig til systranna, sniðugara hefði eflaust verið að láta fólk hafa heildarsett fyrir 6 í stað heilt af öðru hvoru fyrir 12 aníhú ég á semsagt kaffisett fyrir 12 einstaklinga sem situr ofaní skúffu hjá mér og safnar ryki og verður dökkt þar sem þetta er ekta silfur.
Þegar ég var út í Köben í fyrra fórum við mamma inn í Georg Jensen búðina á Strikinu til að skoða og þar rakst ég á verðskrá yfir þetta tiltekna munstur sem er á kaffisettinu mínu… úff púff ég varð hálf reið út í frændur mína… að gefa mér svona dýra hluti… en jafnframt voðalega þakklát því að hey þeir völdu mig… á helling af öðrum frændsystkinum sem þeir feðgar hefðu getað valið úr. Reyndar hefði auðvitað verið hægt að láta systurina hafa þetta en einhverra hluta vegna þá vildu þeir ekki láta hana hafa þetta…
Mér þykir voðalega vænt um að þeir hafi ákveðið að ég ætti að fá þetta… verð að bjóða þeim í kaffi þegar ég asnast til þess að flytja út… bjóða þeim upp á köku með fína settinu frá þeim
Ég væri reyndar alveg meir en lítið til í að eignast matarsettshlutann.. eða allavegana part af honum… reyndar væri ég alveg fyllilega sátt við kökuhníf með Acorn munstri frá Georg Jensen Verst að hvert stk er bara alveg fáránlega dýrt og því ekki alveg á hvers manns færi að safna svona dótaríi… mig minnir að 1 matargaffall hafi kostað hátt í 10þúsund þegar ég var að reikna þetta út fyrir ári síðan.