sko… ég rakst á síðu um daginn sem er að fordæma það að byrjað sé að skreyta, spila jólalög og hefja þennan árlega “jólaáróður” sem mér finnst í sjálfu sér ekkert að sé verið að mótmæla þar sem ég er sjálf alger antí manneskja gagnvart of snemmaskreytingum.
Þar eru nafngreind eru hin ýmsu fyrirtæki fyrir það að hafa byrjað að auglýsa jóla þetta og jóla hitt… dáldið sniðugt en samt… mér finnst reyndar barasta alltí lagi að föndurbúðir séu farnar að auglýsa að efni í jólaföndrið sé komið frekar snemma… en mér finnst óþarfi að allt sé skreytt og tilbúið um miðjan október!
Allavegana ég er alveg tilbúin í jóladúlleríið í þessari viku… enda er fyrsti í aðventu næsta sunnudag… og þá má segja að allt sé byrjað.
Mér þykir þetta sniðugt en samt öhh ekki tilbúin til að hafa bannerinn hjá mér þar sem ég fer eftir fyrsta degi í aðventu en ekki 1 des varðandi skreytingar & þessháttar… er reyndar löngu byrjuð að búa til jólakortin enda nennir maður nú ekki að vera að klára þau þann 23 des