Eins og einhverjir aðrir þá fór ég að fletta í gegnum heilsufarsgögnin mín í tengslum við þetta mislingavesen allt saman – ég var 99% viss um að ég hefði bara fengið 1x sprautu vegna mislinga og það var þegar ég var ca 2 ára og ég hafði rétt fyrir mér 😉
Málið er að þegar ég var í 12 ára bekk þá var skimað fyrir því hvort maður hefði fengið rauða hunda eða ekki með einfaldri blóðprufu þar sem rispað var í eyrnasnepilinn og sent í tékk. Ég vissi það að ég hefði fengið þá veturinn áður en ég byrjaði í skóla og jafnframt komu fram mótefni í blóðprufunum sem eru teknar á meðgöngu. Á þessum tíma var það þannig að þær (þau?) sem ekki höfðu mótefni fyrir Rauðu Hundunum voru þau sem fengu sprautu í 12 ára bekk en aðrir ekki… því fékk ég bara 1 sprautu á sínum tíma.
Ekki það að það skipti miklu máli – Landlæknir er búinn að gefa það út að 1 sprauta gefi yfir 90% vörn en 2 gefi yfir 95% vörn gegn mislingum þannig að ég stressa mig ekki á þessu þrátt fyrir að vera að vinna á Heilsugæslunni.
Hvað um það – ég geymi gamla bólusetningaskírteinið mitt í “Dagbók barnsins” bók sem mamma fyllti samviskusamlega út – sérstaklega hvað varðar veikindi og ég verð að viðurkenna að mér finnst upphafssíðan frekar krúttleg og gaman að sjá þarna nöfn sem ég þekki betur í dag og sérstaklega þá ljósmóðurnemann en hún var ein af þeim sem komu að mínum málum í tengslum við sýkingarnar eftir að ég átti Oliver 🙂
Posted by Intagrate Lite