Við ákváðum að gera aðra tilraun með forvetrarfrísheimsókn í Húsafell eftir ruglið í haust. Ekki það að haustferðin var afskaplega notaleg fyrir utan veikindin hjá minnstunni.
Krakkarnir tóku sig til og brutu í burtu allan íssnjóinn sem var á milli hússins og pottarins þannig að betra væri að komast þar að! virkilega heppilegt fyrir okkur hjúin 😉
Klassískur göngutúr um svæðið í afskaplega fallegu en köldu veðri – það er alveg fastur liður í þessum heimsóknum okkar að ganga frá bústaðnum, niður að ánni hjá flugvellinum og hring til baka meðfram golfvellinum og oftar en ekki stopp á leikvellinum og æslabelgnum við sundlaugina!
Yndisleg helgi og virkilega notalegt að komast svona aðeins út úr bænum þó það hafi verið stutt.