prepperation ekki sólarexem á Tenerife – þegar við skötuhjúin fórum til Kanarí 2006 fékk ég í fyrsta skipti sólarexem. Síðan þá hef ég gert varúðarráðstafanir áður en við höldum til sólarlanda.
Tók fyrst alltaf Beta Caratin töflur í ca 6v fyrir brottför sem virkaði ágætlega á mig en svo hefur mér reyndar fundist smá ves að finna þær, ekki alltaf til í vítamínrekkum stærri matvöruverslana heldur þörf á að fara í apótek eða t.d. heilsuhúsið og ég í sannleika sagt nennti því ekki (a)
Astaxanthinið hef ég hinsvegar fundið bara úti í Hagkaup – en ég hef samt pantað það frekar af iHerb því að það án gríns með öllum tollum og sendingarkostnaði og svo frv kom ódýrar út en að kaupa hér heima – þetta á auðvitað frekar við þegar keyptar eru fleiri en 1 dolla 😉
Ég prufaði þetta ss í fyrsta sinn síðasta vor áður en við fórum til Spánar í frí og ég fékk ekki vott af sólarexemi í þann tíma þ.e. ef ég tel ekki með handabökin en þar fór líka sólarvörn á húðina sem ég notaði á krakkana… það merkilega er samt að þessi tiltekna sólarvörn á að vera svo “svakalega góð” hvað þetta varðar en ég endaði með vott af exemi á höndunum og stelpurnar á bakinu! Olli slapp alveg enda kannski hans húð mun vanari eftir allt þetta sund – hann var líka kominn með þokkalegan lit áður en við fórum út.
Það er allavegana á kristal tæru að þessi sólarvörn fer ekki með til Tenerife og verður ekki keypt aftur hér 🙂 Þarf bara að finna eitthvað gott á stelpurnar áður en við förum 🙂 Fyrir mig virkaði Garnier flott á meðan við vorum úti.
É