Heimalestur er eina heimanámið sem ég er almennilega sátt við – þó gott sé að vita hvernig krakkarnir standa t.d. í stærðfræði þá er það oft bara þannig að róin við að hlusta á þau lesa heima er bara virkilega notaleg.
Ása Júlía er tiltölulega nýbúin að uppgötva það að bækur og ævintýrheimur bókanna er yndislegur! Ekki það að hún hefur alltaf notið þess að hlusta og hlustaði rosalega mikið á hljóðbækur/ævintýri þegar hún var yngri en við það að uppgötva heim bókanna hafa hljóðbækurnar fallið hratt á vinsældarlistanum.
P