Olli lenti í því um helgina að festingin sem heldur ólinni við úrið sjálft brotnaði og þá þannig að ekki var séns á að láta laga það…
Þar sem barnið er svoddan kassi eins og pabbi sinn þá varð víst að endurnýja úrið.. valið stóð eiginlega á milli þessara 2 tegunda frá Casio en gamla úrið var líka Casio.
Úr varð að ég keypti þetta sem er hægra megin á myndinni og er drengurinn alsæll með það – þó hann þykist eiga erfitt með að venjast því að skífan er millimetrum stærri en sú gamla *hahaha*