Ég man þegar ég var að koma í heimsókn til Þuru ömmu og Steina afa sem krakki að amma átti ALLTAF til eitthvað heimabakað gotterí.
Oft var það Marmarakaka eða Sandkaka og vekja þær alltaf nostalgíu hjá mér.
Fannst því kjörið að græja margfalda uppskrift fyrir Kökubasar Kórs Seljaskóla – miðstig sem verður haldinn á laugardaginn 🙂 2 fyrir kórinn og svo í nesti fyrir bústaðarferðina okkar 😀