Mig dreymdi ömurlegan draum í nótt…
Ég hafði farið upp á fæðingardeild að heimsækja vinkonu mína (sem ég vil reyndar ekki taka fram hver er) og til þess að sjá litla barnið hennar sem þá hefði átt að vera nokkurra daga gamalt en þegar ég kem til hennar þá er hún frekar niðurdregin og segjir mér að litla barnið hennar hefði dáið daginn áður.
Segjir mér jafnframt að þeir vildu hafa hana áfram á spítalanum til þess að fylgjast með henni svo að hún dytti ekki niður í þunglyndi afþví að það var engin skýring á hversvegna litla barnið hafði dáið… krílið hafði víst bara hætt að anda og það ætti ekki að fara fram nein krufning eða neitt heldur ætti kistulagning og jarðaför að fara fram næsta dag. Ég eyði megninu af deginum hjá vinkonu minni og við tölum um allt og ekkert.. fannst einstaklega skrítið að sjá ekki neinn af hennar fólki þarna… ekki barnsföðurinn (svona þar sem þau eru saman) ekki mömmu hennar eða neinn… Á rosalega erfitt með að fara frá henni þegar þar að kom.
Það næsta sem ég man er að ég mæti í kapelluna á kvennadeild lansans og þar er fullt fullt af fólki því að það átti víst að nýta prestinn og kveðja 2 börn í einu (enn meira vírd) og þarna er 1 opin kista og 1 lokuð, barn vinkonu minnar var í þessari opnu. Þegar ég geng upp að kistunni þá tek ég eftir því að litla krílið er með opin augun og virtust vera full af lífi en litla krílið hreyfði sig ekkert… fannst þetta ekkert smá óhuggnarlegt því að það var ekkert “dáið” við þetta barn eins og ég hef séð þegar ég hef farið við kistulagningar hjá frændum mínum. Stuttu síðar þá sé ég að barnið myndar svona “hræðslusvip” og byrjar svo að gráta á fullu… engin skilur hvað er að gerast því þetta barn átti að vera dáið.
Þarna rumska ég og man ekki meira úr draumnum…
Ég get enganvegin fengið botn í þennan draum og svipur barnsins situr ofsalega fast í huga mér. Ef einhver getur sagt mér ogguponsulítið hvað í ósköpunum gæti verið falið í þessum draumi má sá hinn sami endilega hafa samband við mig.