eftir vinnu í gær skruppum við Iðunn inn í Ikea og þaðan í kringluna… langt síðan við höfum tekið svona stelpukjaftatarnarsíðdegi… til að toppa allt þá skelltum við okkur á EKTA stelpu mynd… enga aðra en Princess Diaries 2 *jeij* Björg vinkona hennar Iðunnar bættist í hópinn þegar við komum í bíóið..
langt síðan við skvísurnar höfum farið í svona ferð, eins og þær eru oft skemmtilegar… förum yfirleitt í eitthvað verulega silly skap.. sbr gærdaginn þurfti lítið til að við færum að glotta eða hlægja… reyndar var það aðalega nafngift hennar á einum einstaklingi sem er bara snilld…
Merkilegt hvað okkur tekst oft að finna nöfn á fólk sem við þekkum ekki baun í bala en rekumst reglulega á einhverstaðar… sbr þegar við vorum úti á spáni þá voru það
Gíbraltarparið,
Prump strákarnir
Fúllyndakonan (sem var reyndar alveg yndisleg kona þegar við loksins kynntumst henni)
Kolamolafólkið (fjölskylda sem var á sama hóteli og við… voru orðin alveg súkkulaðibrún enda bjuggu þau í sundlauginni)
Akureyrarfjölskyldan
svo voru einhver fleiri nöfn komin á liðið… reyndar þá áttum við alveg ótrúlega erfitt með að tala um fólkið með sínum réttu nöfnum þegar við loksins komumst að þeim.