Minningakrukkan 2019 byrjar vel 🙂
Við höfum gert þetta 1x áður … 2016 eða 2017 en svo gaf ég mér lítið tíma til þess fyrr en núna. Tók þessa fínu krukku eftir jólin og svo átti ég helling af svona litlum minnismiðum eftir leikinn sem við græjuðum ásamt Gunnari & Evu fyrir Brúðkaup Sigurborgar & Tobba.
Ég er samt enn að gera það upp við mig hvort ég eigi að skreyta krukkuna eitthvað eða ekki… jafnvel bara mála lokið ?
Ég rakst á þetta einhverntíman á netinu, hvort ef það var ekki á Pinterest 🙂
Þegar ég fór að skoða betur með “skreytingar” eða ekki á krukkuna þá rifjaðist upp önnur hugmynd fyrir þetta sem mér finnst líka stórsniðug en það er að vera með kassa með 366 index spjöldum sem skipt er niður eftir mánuðum og efst á hverju spjaldi er dagsetning.
Á hverjum degi má svo skrifa á spjald dagsins ártal og svo 1-2 línur sem tengjast þeim degi það árið. Svo bætist við á spjöldin á hverju ári.
Hér má skoða betur þessa hugmynd :)
Þetta er þá auðvitað meira dagbókarform heldur en minningakrukkan er þar sem í hana er bara settur miði með einhverju sem gerðist þann daginn sem manni dettur í hug að skella miðanum í 🙂 Þetta þarf ekki að vera merkilegt eða ýtarlegt en skemmilegast auðvitað þegar um er að ræða litlu hlutina sem vilja gleymast þegar litið er til baka – auðvitað sitja stóru minningarnar eftir, þannig er það alltaf en þetta litla sem fær mann til að brosa þegar ýtt er við minningunni eða bara yljar manni um hjartaræturnar <3
Ég er búin að virkja Olla og Ásu til þess að gera þetta sjálf. Sigurborg þarf auðvitað hjálp til þess að græja miðana og svo þarf ég að ná að virkja Leif meira í þetta 😉