jæja þá er maður kominn heim… hefði samt ekkert haft á móti því að vera eitthvað lengur þarna í sveitasælunni.
Komum upp úr 7 á föstudagskvöldið og fórum beint í að láta heitt vatn renna í pottinn og koma dótinu okkar inn… Ferlega notalegur bústaður sem við fengum út af fyrir okkur þessa helgi. Eftir að við vorum búin að næra okkur fluttum við “inn” í heitapottinn… vá hvað það var notalegt að liggja þar og horfa upp í stjörnurnar og það sem sást af náttúrunni í myrkrinu.
Vorum vöknuð um 10 leytið í gær (laugardag) og ákváðum að skella okkur í smá göngutúr… eða já smá er víst ekki rétta orðið *hóst* gengum að Brúará og meðfram henni að Brúarfossi… Rosalega falleg gönguleið enda haustið búið að lita náttúruna með sínum litum… ekkert smá fallegt!! Þessi gönguferð endaði reyndar með því að við óðum 2x yfir á, nei ekki Brúará (eruðigalin!!) heldur Efri Vallará & Vallará eða hvað þær nú hétu… aðeins of dúpt fyrir mína “fjallaskó” því að ég endaði í bæði skiptin með fulla skó af vatni *heh* tilhugsunin um heitan pott og heitt kakó gerði það af verkum að mér var alveg nákvæmlega sama *jeij* Gengum svo til baka eftir “Kóngsvegi” sem er gamall “vegur” sem lagður var fyrir Danakonung í byrjun síðustu aldar. Ætluðum svo að fara af þeim “vegi” yfir á einhvern slóða sem átti skv korti úr bústaðnum að leiða okkur aftur í Miðhúsaskóg en eitthvað var það skrítið því þennan blessaða slóða fundum við aldrei og enduðum upp á vegi *eheh* rötuðum allavegana eftir honum upp í bústað!
Þegar við komum heim vorum við bæði orðin alveg glorhungruð og hámuðum í okkur brauð *hehe* tókum reyndar eftir því þá að við höfðum verið í burtu í rúmar 3klst! góður göngutúr það! gaman væri reyndar að sjá hve langt við löbbuðum… sáum reyndar skilti við Brúarfoss þar sem stóð að það væru 2,5km í Miðhúsaskóg þannig að við löbbuðum allavegana það!! og með þessum útúrdúr okkar þá má eflaust bæta einhverju þar við… (s.s. gönguleiðin frá Miðhúsaskógi og til baka átti þá að vera 5km).
Um leið og við vorum búin að næra okkur skelltum við okkur í pottinn til þess að ná í okkur smá yl! eða allavegana í mig *Haha*
Kvöldið var yndislegt… Leifur sá um að grilla ofaní okkur svakalega góðar lambasteikur *namminamm* með öllu tilheyrandi *vatnímunn* og sötruðum við svo rauðvín með matnum… þvílíkur lúxus á okkur í sveitinni *smæl* kúrðum lengi upp í sófa, lágum á meltunni og spjölluðum frameftir kvöldi… auðvitað fékk potturinn heimsókn líka *haha* á ekki að nýta svoleiðis þegar færi gefst *haha*
Vöknuðum svo fyrir allar aldir í dag og vorum óvenju hress… ætli hávaðinn í vindinum hafi ekki haft eitthvað að gera með það að við vorum bæði vöknuð kl 8 í morgun…. vorum ferlega róleg og dunduðum okkur við spil og lestur… Ég útbjó fyllingu í ommilettu sem Leifur eldaði rétt eftir hádegið… úff þvílíka magnið!!! en jafnframt alveg rosalega góð… hef aldrei áður prufað að setja spínat í ommilettu but it was good *smæl*
Stungum bústaðinn svo af um 4:30 í dag… með heilmikilli eftirsjá… erum reyndar bæði á því að eignast eitt stk þegar við verðum “stór“.