vá hvað þetta er búinn að vera hörmulega ömurlegur vinnudagur…
Langar mest að drullast heim leggjast upp í rúm og grenja úr mér augun! dáldið dramatískt ég veit… en tilfinningin í augnablikinu er þannig.
Það er samt í raun ekkert búið að ganga á afturfótunum svona beint… en ég er búin að þurfa að taka á móti nokkrum karakterum sem ná svo innilega að smjúga lengst inn í taugarnar á mér og valda því að ég fái ógeðshrolli trekk í trekk… ekki skemmtleg tilfinning. Fyrst og fremst er það samstafsmaður hérna… á reyndar ekki að þurfa að umgangast hann neitt þar sem hans starfstími er allt annar en minn… hann er að koma með svona smá pílur til mín sem honum finnst þurfa að laga/breyta, comeon! það er ekki eins og hann sé byrjaður að vinna og hann er að reka á eftir því að fá nafnið sitt þarna og þarna, hann vill fá þetta og hitt… hann er að skipta sér af hlutum sem koma honum nákvæmlega ekkert við og troða mér inn í málefni sem koma mér ekkert við… og langar ekkert að vita heldur…
mér leiðist svona fólk…
Annar einstaklingur hérna er Creepið … jebb auðvitað þurfti hann að koma í dag þegar ég er búin að vera alveg þvílíkt trekkt út af hinum gæjanum í allan dag… vá hvað ég er tæp… ef hann hefði komið með eitthvað EITTHVAÐ í líkingu við það sem hann gerði þegar ég klagaði hann þá veit ég ekki hvað ég hefði gert… well ég hefði pottþétt ekki klárað það sem ég var að gera…
Ég veit það vel að ég tek ýmislegt inn á mig sem ég á ekkert að gera.. það er bara nokkuð sem ég get alveg sagt mér sjálf… en margt er bara með öllu óviðeigandi sem búið er að gerast í dag og það fer í mig þegar einhverjir nýgræðlingar þykjast ætla að segja mér hvernig ég á að vinna mína vinnu & hvað ég á að gera í minni vinnu. *garg*
vá hvað það getur verið gott að blása aðeins…
Takk Iðunn fyrir að “hlusta” aðeins áðan þegar ég byrjaði “útblásturinn”