Fyrir umþað bil ári síðan uppgötvaði Oliver þætti sem heita A Series of Unfortunate Events og fjalla um hremmingar Baudelaire barnanna.
Þessar seríur eru á Netflix og féllum við öll fyrir þeim – persónulega fannst mér vondikallinn er svo skemmilega mikill auli 🙂 leikinn af Neil Patrick Harris sem að mínu mati er snillingur í þessu hlutverki! (og reyndar líka sem Barney í HIMYM).
Svo heppilega vildi til að stuttu eftir að við kláruðum seríu 1 kom sería 2 á Netflix þannig að við þurftum ekki að bíða svo lengi… og svo er það 3ja og síðasta serían sem kom 1.jan sl. Krakkarnir voru svo spenntir að við gúffuðum fyrstu 7 þættina í okkur frekar hratt og treinuðum svo síðasta þáttinn þar til í kvöld.
Ég er ekki frá því að það sé viss söknuður að sjá ekki Count Olaf aftur né Sunny, Viloet eða Klaus í nýjum þáttum – við byrjum kannski bara upp á nýtt á þessum þáttum einhverntíman…. annars reddum við okkur bara bókunum og förum í þá áttina.