Ég er alltaf að reyna að festast ekki í vananum hvað varðar kvöldmat fjölskyldunnar… reyni að prufa eitthvað nýtt reglulega…
Í þetta sinn er það kókoskarrýbaunaréttur sem við ákváðum að prufa.
Hráefnin eru ekki mörg og auðvelt að eiga þau flest “á lager” ef út í það er farið… meðalstór sæt kartafla, nokkrar gulrætur, laukur, kókosmjólk og rauðar eða grænar linsubaunir og svo krydd! Ég að vísu sleppti engifer kryddinu sem gefið er upp í uppskriftinni og eflaust er hægt að bæta einhverju fleiru við.
Ég og krakkarnir erum ofsalega hrifin af perlubyggi þessa dagana og fannst mér það passa fínt með 🙂
Þetta var alveg ágætis réttur, allir borðuðu sig sadda og þá var samt nóg eftir til að skella í box í frystinn til að taka með í nesti í vinnuna einhverntíman á næstunni 🙂