Oliver er að fara að keppa á Reykjavíkurmótinu í sundi á morgun og er Ægir umsjónarfélag mótsins sem þýðir að við foreldrarnir þurfum að hrissta eitthvað skemmtilegt fram úr ermunum í veitingasölu og svo þeir sem geta/vilja að taka vakt í veitingasölunni.
Ég kaus að græja bara köku í veitingasöluna… skellti í köku sem ég hef prufað áður af blogginu hennar Evu Laufeyjar til tilbreytingar við mína klassísku ofnæmisgemsaköku 😉 – þessi er bara nokkuð góð í þokkabót og kremið er algert sælgæti, sleppti reyndar kaffinu þar sem ég bara nennti ekki að hella upp á það og setti bara aðeins meira af kakói og vanilludropum við og svo slettu af vatni , ekkert síðra.
Viðbót: það kom nú ekki mikið heim af kökunni, rétt til þess að friða stelpurófurnar 🙂