Ég kolféll fyrir peysu fyrir tæpu ári síðan sem heitir Zweig. Setti hana strax á óskalistann minn á Ravelry og er svo búin að vera að melta hvort ég ætti að prjóna hana á mig eða hvað… datt svo niður á að einhver hafði prjónað hana á dóttur sína á svipuðum aldri og Ása Júlía mín! MÚHAHA og viti menn sú hin sama hafði sett niður örfáa punkta á Ravelry um verkefnið sitt. Lausnin komin! ég prjóna hana bara á Ásu!
Átti Koigu garn sem var í hæfilegu magni fyrir þetta verkefni sem ég hafði keypt á útsöluhillu í Handprjón aðeins fyrr með peysu á Ásu í huga en ekki neina ákveðna – purrfekt!
Byrjaði ss í okt að prjóna þessa en svo kom upp í hendurnar á mér prufuprjón á annarri peysu sem mig langaði líka að gera og nokkur önnur smá verkefni þannig að hún hefur svolítið setið á hakanum en ég er langt komin með bolinn.
Set inn betri færslu þegar peysan er til með nánari upplýsingum en myndin hér að ofan er smá sneakpeak af munstrinu á bolnum 🙂 Annars má líka smella hér 🙂