Vinnan er á fullu að halda hin ýmsu námskeið fyrir okkur þessa dagana… fyrir jól var endurlífgunarnámskeið – “Endurlífgun barna, fullorðinna og herminám” hét námskeiðið og var haldið af Bráðaskólanum.
Í morgun var svo Eldvarnarnámskeið þar sem “Dr. Bruni” mætti á svæðið (Jón Pétursson slökkviliðsmaður) sem var mjög gagnlegt, farið yfir hin ýmsu atriði sem hægt er að tileinka sér til varnar bruna og svo “hemikennsla” hvernig á að bera sig að með notkun slökkvitækja, aðalega 2 týpur – léttvatn og svo duft og lét hópinn svo prufa að slökkva í olíueldi með dufttækjunum.