mér finnst alveg ömurlegt í vinnunni þessa dagana…
mest megnis þar sem ég er búin að vera að vandræðast með það hvort ég í minningunni hafi rétt fyrir mér eða ekki… hef ekki getað talað við samstarfsfólkið þar sem ekkert næði hefur verið til þess… já vegna þess að málefnið sem ég er að vesenast með er einmitt annar einstaklingur sem tja vinnur hérna… ég þyrfti helst að ná á yfirmanninn en þar sem hann er að fara í frí þá hefur lítið færi gefist til þess að ná á hann síðustu daga… eiginlega bara ekkert því að hann er eiginlega tvíbókaður allan daginn…
Ég náði reyndar á eina áðan og bar upp hluta af mínum vangaveltum, og viti menn ég hafði rétt fyrir mér!!
skv mínum upplýsingum á þessi viðkomandi einstaklingur ekki að hefja störf fyrr en kl 17 á daginn… hann vill meina 16. Samkvæmt því sem ég var ráðin eftir þá á ég að starfa hérna sem aðstoðarmanneskja fyrir þá sem eru hér að vinna milli 8:00 og 16:00 fyrir utan þann tíma telst allt vera yfirvinna… ef ég á að fara að vera aðstoð fyrir þennan kappa líka heimta ég kauphækkun og fasta yfirvinnutíma á mánuði… það er alveg á hreinu.
ARg ég er bara svo þreytt og pirruð á þessum einstaklingi.. fyrir utan þá staðreynd að mér þykir hann vera einn sá leiðinlegasti einstaklingur landsins að það er ekki fyndið… jæja ég ætla að fara að þykjast vera að vinna eitthvað hérna og reyna að vinna mig eitthvað frá þessum pirringin.