Stundum nennir maður hreinlega ekki að vinna í þeim verkefnum sem eru í gangi… langar bara að gera eitthvað lítið, einfalt og fljótlegt.
Var búin að sjá uppskrift af svona bómullarskífum á Ravelry fyrir löngu og var alltaf að spá í að prufa að skipta úr þessum einnota yfir í svona margnota þannig að kjörið var grípa bómullargarn úr birgðunum og prufa 🙂
Rósa Tom á heiðurinn af þessari uppskrift og er hún frí á Ravelry.
Ég er ca hálfnuð með dokkuna og 5 skífur komnar 🙂 Svo er það bara spurning um að koma þessu í gagnið!