Við skelltum okkur í göngutúr um miðbæ Reykjavíkur seinnipartinn. Okkur langaði að kíkja á nýja Jólaköttinn og auðvitað í leiðinni að ath hvort við næðum ekki að sjá nokkra jólavætti.
Ég hef lúmskt gaman af því að sjá Olla og Ásu í kringum þetta því þau eru farin að muna nákvæmlega hvar hvaða Vættur er hvar. En Sigurborg Ásta er einhvernvegin að upplifa þetta alveg á nýjan leik sem er dásamlegt.
Jólakötturinn er virkilega flottur og kemur mjög vel út þarna á Lækjartorgi. Ég vona innilega að hann sé eitthvað sem fær að vera áfram eins og Vættirnir.
Ég stóðst það ekki að smella mynd af Hallgrímskirkju þar sem hún stóð uppljómuð á meðan myrkrið umvafði nágrennið… Eftir á sá ég að það virkar eins og hún standi í ljósumlogum þarna en sem betur fer var það ekki svo.