Ég var að taka til í kringum endurvinnsludallana áðan… áttaði mig á því að statusinn á sprittkertabikaradallinum var ekki fögur… aðeins farið að flæða upp úr og svona skemmtilegt!
Þetta varð auðvitað til þess að ég fór að rifja það upp hvenær hann var tæmdur síðast…
Í sannleika sagt þá man ég það ekki en við erum með slatta af sprittkertastjökum í gangi þar sem ég er hrifnari af þeim almennt heldur en hinsegin kertum – sérstaklega þessum löngu mjóu, finnst þau alltaf enda þannig að það er vax útum allt og ég bara nenni því ekki!
Allavegana – þetta er bara brot á myndinni hér að ofan á leiðinni í endurvinnsluna að sjálfsögðu líkt og svo margt annað hér á bæ.
Er endalaust ánægð með þá ákvörðun sem við Leifur tókum fyrr á þessu ári að skipta út pappírstunninni okkar frá Rvk borg fyrir endurvinnslutunnu frá Gámaþjónustunni – get þá verið bara með 1 endurvinnsludall í stað 3 (pappír, plast og málm) inni í þvottahúsi og spara mér plastferð í Sorpu, henntugara en grendargámurinn á bílastæðinu úti í Seljaskóla þó hann sé nær.
Við erum búin að vera með “mini” tunnu fyrir almenna ruslið og er hún sjaldnast meira en 1/2 þegar hún er tæmd 🙂