stundum vildi ég óska þess að ég væri ekki með það prenntað inn í hausinn á mér að ef ég er ekki með hita eða ælupest eða eitthvað þessháttar sé ég ekki lasin og álpast í vinnuna. Er nefnilega með algera fóbíu gagnvart fólki sem tekur sér “frí” daga afþví að það á inni veikindadaga.
Bæði í gær og í dag er ég búin að vera alveg ferlega aum í líkamanum, með stöðugan höfuðverk sem verkjalyf gera lítið gagn gegn. Næ ekki að anda eðlilega þ.e. draga andann djúpt og er með svona “herpingsverk” í vélindanu (tengi það nú bakflæðinu) allt einhvernvegin í kássu inn í líkamanum… ég veit ekki almennlega hvernig ég á að útskýra líðanina.
Ég á allavegana ekkert erindi hingað í dag… ég veit það en ég er hérna nú samt eftir að hafa pínt mig til þess að mæta.