Undanfarin ár höfum við útbúið Samverudagatal í desember… hugmyndirnar eru af ýmsum toga en flestar á þann hátt að það sem við gerum saman er eitthvað sem annað hvort þarf að gera eða hefðum líklega gert hvorteð er.
Kosturinn við þetta er að við gefum okkur tíma til þess að gera ákveðna hluti saman og við foreldrarnir komnir með ákveðna hluti í dagatalið hjá okkur þannig að við erum ekki að skipuleggja fundi eða aðra hittinga á þeim dögum þar sem við ætlum okkur að gera stærri hluti eins og að baka saman 🙂
Þessi færsla mun uppfærast öðru hvoru eftir því sem myndirnar bætast við – ætla að setja dagatalið inn á instagram reikninginn minn og taka myndirnar svo saman hér 🙂
1. des jólaljós í glugga 2. des Setjum upp jólaskraut 3.des Búum til jólalagalista fjölskyldunnar á Spotify 4.des jólaball í vinnunni hjá Ingu ömmu & Skúla afa 5.des Jólakonfektgerð, ávaxtahnetustangir eru komnar í kælingu sem og Jakobsmolar sem verða hjúpaðir fljótlega 🙂 6. des Perlum saman jólamyndir 7. des Horfum saman á jólamynd (the Christmas Chronicles 2018 á Netflix) 8.des Bökum jólasmákökur (með smá hjálp frá IKEA) 😉 9.des Litlu jólin í Sólheimum með Lkl Ægi 10.des Finnum fyndin jólamyndbönd á youtube 11. des Lesum um jólasveinana 12. des Tökum mynd, allir með jólasveinahúfu 13.des Jóladesert 14.des Leita af jólavættunum & skoða jólaköttinn niðrí bæ 15.des Súkkulaðihúðum saltkringlur og skreytum með kökuskrauti 16.des Laufabrauð 17.des smákökur og heitt súkkulaði í desert 18. des Piparkökur! 19 des kaupum jólatré 20.des minningabox… skrifum niður uppáhalds minninguna okkar yfir árið… 21 des… jólatréið sett upp 22 des jólatréið skreytt 23.des … horfum á videoin sem við höfum tekið í ár.. 24. desember – Gleðileg jól – gáfum krökkunum pakka með afþreyingu (DVDmyndir)