Dásamlegt mömmufrí í Glasgow með Sirrý vinkonu síðustu daga. Vægast sagt dásamlegt!
Gengum okkur upp að hnjám, versluðum aðeins, vorum menningarlegar, dekruðum við þreytta fætur með smá fótsnyrtingu, skelltum okkur í lestarferð yfir til Edinborgar, kíktum á jólamarkaði, borðuðum góðan mat og nutum þess að vera til!
Takk fyrir yndislega daga í Glasgow elsku Sirrý – þetta er nokkuð sem við verðum að endurtaka!
Dagur 1
Rölt um nágrenni Park Inn hótelsins og kíkt á Enoch Square jólamarkaðinn. Fengum okkur svo drykk & pizzu á Tony Macaroni veitingastaðnum sem er í sama húsi og hótelið okkar.
Dagur 2
Túristastrætó og menningardagur! Kíktum í Vetrargarðinn og People palace og rölt um Glasgow Green.
Eyddum svo góðum tíma í að ganga í gegnum Kelvingrove Art gallery og Museum.
Enduðum á því að fá okkur kvöldmat á Obsession of India (mælimeð!)
Dagur 3
Dekur á Pure Spa (manipedi með smá fótanuddi) og svo black friday shoppppíng eða amk ýmsar verslanir heimsóttar.
ákváðum að í dag væri kínverskt málið og skelltum okkur á veitingastað nálægt hótelinu sem heitir DimSum, smökkuðum þar dásamlega dumplings í forrétt og önd & kjúkling í aðalrétt – sælgæti alveg hreint!
Dagur 4 – Road trip
Skelltum okkur til Edinborgar með lestinni í morgunsárið. Fórum í göngu um miðborgina með leiðsögn frá Mercat tours sem var mjög fróðleg og skemmtileg og endaði í kastalanum (ef það hefði verið eitthvað af fólki þá hefðum við komist framfyrir röðina en það breytti engu í þetta sinn).
Eftir kastalann gengum við um Royal Mile og kíktum svo á Victoria st sem á skv localnum að vera fyrirmynd Diagon Alley úr Harry Potter bókunum 🙂 Kíktum líka inn í eina verslun þar sem er tileinkuð HP sem auglýsir sig “officially licensed Harry Potter products and merchandice” 🙂
Röltum um mjög svo troðinn jólamarkaðinn áður en við drifum okkur í lestina yfir til Glasgow aftur til að búa okkur til heimferðar.
Dagur 5 – Heimferðardagur
Ekki margt brallað í dag annað en að njóta síðasta morgunverðarins á hótelinu, troða síðustu hlutunum ofaní tösku og koma sér upp á flugvöll 🙂
knúsa hvor aðra fyrir yndislega ferð 🙂