Mamma gerðist svo djörf í gær að festa kaup á einhverjum hreinsunarplástri… ef þú setur hann á einhvern X stað á ilinni yfir nótt þá á hann að hreinsa þetta eða hitt líffæri eða líkamshluta með því að draga í sig öll óhreinindi líkamans… ef maður er með svona plástra á fætinum hverja eða aðrahverja nótt í 5 til 10 daga á maður víst að ná að hreinsa líkamann algerlega af allri svona óæskilegri drullu…
ss tekur plásturinn úr umbúðunum og hann er svona ágætlega stór og í miðjum plástrinum er svona ca tepokastór “tepoki” sem í eru einhverjar jurtir eða e-ð þannig sem eiga að verða litaðar (brúnar) ef einhver óæskileg drulla leynist í líkamanum.
hmm ofboðslega hljómar þetta eitthvað “not real” *heheh*
Ég ákvað nú barasta samt að prufa þetta í nótt, svona bara afþví bara *heheh Setti þennan plástur samviskusamlega undir ilina á mér á því svæði sem átti að hjálpa til með axlirnar (jú eru ekki allir í einhverju veseni með þær?) allavegana þegar ég vaknaði í morgun þá var plásturinn hálf kuðlaður þannig að ekki hélst hann nú vel á.. spurning um að sofa í sokk? en hann var aðeins drullugur… ég er nú samt að spá litast þetta drasl ekki bara af svita?
æj ég veit ekki… ég er rosalega skeptísk á þetta og mér líður ekkert SÚPER betur í öxlunum *hehe*
samt alltaf gaman að prufa *smile*