Hér var líf og fjör um helgina – ekki það að hér sé ekki alltaf líf og fjör en meira en venjulega þar sem frændurnir 3 voru hjá okkur frá föstudegi til dagsins í dag 🙂
Ýmislegt var brallað, bæði af krökkunum sjálfum og svo auðvitað að tilstillan okkar Leifs. Krakkarnir völdu t.d. að horfa saman á fyrstu Harry Potter myndina enda flest nýlega búin að lesa/hlusta á hana þannig að þau kunnu söguna vel.
Skelltum okkur í sund í dag með hópinn þar sem ófáar ferðir voru farnar í rennibrautina í Árbænum, þó flestar af Sigurborgu Ástu.
Eitthvað þurfti að fóðra hópinn og þar sem þau eru að sjálfsögðu með misjafnan smekk á pizzaáleggi var sniðugasta lausnin að láta þau bara útbúa sínar eigin pizzur! þá færi pottþétt eitthvað á þær sem þau borða 😉 Ég græjaði því 8 botna! 6 minni þar sem þau réðu ferðinni og svo 2 “venjulega” þar sem við Leifur sáum um að raða á. Merkilega lítill afgangur!
Eftir sundið í dag langaði mig óstjórnlega í “mömmu” kaffi og því ákvað ég að græja vöfflur eftir uppskriftinni hennar mömmu að sjálfsögðu! alltaf gott að fá vöfflur með rabarbarasultunni hennar mömmu 😉 Krökkunum fannst þetta nú ekki léleg hugmynd og við Leifur vorum heppin að ná smakki 🙂
Strákarnir héldu síðan í ömmu og afa dekur í Á72 rétt fyrir kvöldmatinn í kvöld.